Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 5. apríl 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal við Gilsfjörð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagsbreytingin fellst í stækkun skipulagssvæðisins til að koma fyrir merktum gönguleiðum um dalinn, áningarstöðum með upplýsingaskiltum, prílum yfir girðingu og skógrækt. Þá eru nokkrir byggingarreitir stækkaðir og byggingarreit fyrir salernisaðstöðu við bílastæði og tjaldsvæði við tóvinnuhús bætt inn á uppdrátt. Einnig er legu aðkomuvegar breytt lítillega.
Tillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:1000 og skýringaruppdrætti í mælikvarðanum 1:7500 auk greinargerðar dags. 18.03.2022.
Gögnin munu vera til sýnis frá 8. apríl 2022 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðrbraut 11, 370 Búðardal
Umsögnum, ábendingum og athugasemdum skal vinsamlegast skila til skrifstofu Dalabyggðar í stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11 Búðardal, eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins: skipulag@dalir.is fyrir 20. maí 2022.
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.
Ólafsdalur í Dalabyggð – Breyting á deiliskipulagi – Greinargerð
Ólafsdalur í Dalabyggð – Breyting á deiliskipulagi – Deiliskipulags uppdráttur
Ólafsdalur í Dalabyggð – Breyting á deiliskipulagi – Skýringaruppdráttur