Breytingar á rekstri Sælingsdalslaugar

DalabyggðFréttir

Nýir rekstraraðilar taka við Laugum í Sælingsdal þann 1. október nk. og hafa komið fram ýmsar spurningar varðandi Sælingsdalslaug og aðgengi íbúa að henni.

Opnunartími

Til að byrja með mun nýr rekstraraðili hafa sama opnunartíma og hefur verið í september, þ.e. mánudagar, miðvikudagar og annan hvern laugardag.

Sundkort

Dalabyggð vill bjóða íbúum sem eiga miða/kort í Sælingsdalslaug að fá endurgreitt það sem eftir stendur. Dalabyggð mun fá öll kort til sín á næstu dögum og þurfa eigendur að hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar til að hægt sé að ganga frá greiðslu. Nýr rekstraraðili mun svo hefja sölu á sambærilegum kortum eftir að þau taka við.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei