Í tilkynningu frá Arion banka segir að vegna Covid-19 faraldursins mun frá og með fimmtudeginum 26. mars, vera loka á heimsóknir í útibú nema þær séu bókaðar fyrir fram og þá einungis fyrir brýn erindi. Viðskiptavinir eru hvattir til að nýta aðrar þjónustuleiðir eins og Arion appið og netbankann þar sem hægt er að framkvæma nær allar aðgerðir.
Fyrir frekari upplýsingar eða aðstoð er hægt að hringa í síma 444 7000, senda tölvupóst á arionbanki@arionbanki.is eða hafa samband í gegnum netspjall á www.arionbanki.is. Einnig eru hraðbankar áfram aðgengilegir um land allt og bjóða upp á innlagnir, úttektir og margt fleira. Gætið að handþvotti og sprittnotkun fyrir og eftir notkun hraðbanka.
Ef úrlausnarefnið er brýnt getur þú óskað eftir afgreiðslu í útibúi. Þjónusta í útibúi er þó aðeins veitt ef erindið er þess eðlis að ekki er unnt að leysa úr málum nema augliti til auglits. Í slíkum tilvikum þarf að bóka tíma sérstaklega.