Byggðasafn – Sýslu-Helga

DalabyggðFréttir

Fjórða sögustund vetrarins verður á Byggðasafni Dalamanna sunnudaginn 26. október kl. 14.
Viðfangsefnið að þessu sinni er förukonan Helga Agnesardóttir. Sagt verður frá lífshlaupi hennar, barneignum, samskiptum hennar við yfirvaldið og sitthvað fleira kemur við sögu.
Aðgangseyrir 500 kr. og safnið er einnig opið fyrir og eftir sögustund.
Þeir sem hafa áhuga á að fara í sund samhliða sögustund hafi samband við Gunnar Má með góðum fyrirvara á netfangið gunnarmar@umfi.is eða síma 777 0295 / 434 1465.

Byggðasafn Dalamanna – fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei