Dala Auður – Fréttir frá íbúaþingi

DalabyggðFréttir

Til að Dalabyggð geti tekið fagnandi á móti framtíðinni er nauðsynlegt að auka fjölbreytni atvinnutækifæra og efla það sem fyrir er. Forsendur þessa eru bættir innviðir; vegir, fjarskipti, þriggja fasa rafmagn og aukið framboð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.Þetta voru meginskilaboð kraftmikils íbúaþings sem haldið var helgina 26. – 27. mars, þar sem um 50 heimamenn og „hálfbúar“ ræddu um stöðu og tækifæri Dalabyggðar. Þingið markaði upphaf að þátttöku Dalamanna í verkefninu „Brothættar byggðir“, sem er verklag þróað af Byggðastofnun.

Verkefnið sem framundan er, fékk nafnið Dala Auður, á þinginu. Að því standa, auk Byggðastofnunar, Dalabyggð, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, ásamt mikilvægustu þátttakendunum, íbúunum sjálfum. Verkefnisstjórn er skipuð fulltrúum þessara aðila og nýráðinn verkefnisstjóri, Linda Guðmundsdóttir, flytur í Dalina og tekur til starfa í sumar.

Virk þátttaka íbúa er einn af hornsteinum verkefnisins „Brothættar byggðir“ og mun verkefnisáætlun til allt að fjögurra ára, byggja á skilaboðum þingsins, en því stýrði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI.

Nánar má lesa um framgang íbúaþingsins á heimasíðu Byggðastofnunar eða með því að smella hér: Dala Auður; stóra verkefnið í Dalabyggð er að bæta innviði

 

Mynd: Kristján Þ. Halldórsson.

Mynd: Kristján Þ. Halldórsson.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei