Deiliskipulag fyrir Gildubrekkur í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2020 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Hlíðar í Hörðudal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga  nr. 123/2010.

Deiliskipulagið nær yfir frístundabyggð á jörðinni Hlíð í Dalabyggð og er skipulagssvæðið, Gildubrekkur, staðsett fyrir neðan þjóðveg nr. 581. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi frístundahús, þjónustuhús, hesthús, vélaskemma og íbúðarhús ásamt bílskúr.

Skipulagssvæðið er alls um 5.4 ha að stærð.

Skipulagstillagan verður til sýnis frá 5. mars 2020 á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal, og má einnig nálgast hana hérna neðar.

Athugasemdum ber að skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11, 370 Búðardal, eða sendar á netfang embættisins: skipulag@dalir.is fyrir 17. apríl 2020.

Til að sjá skipulagstillögu má smella hér: Deiliskipulag fyrir Gildubrekkur – mars 2020

Dalabyggð 4. mars 2020
Þórður Már Sigfússon
Skipulagsfulltrúi

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei