Dreifnám í Búðardal

DalabyggðFréttir

Opið hús verður að Vesturbraut 12 þar sem dreifnám Menntaskóla Borgarfjarðar í Búðardal hefur verið til húsa í vetur fimmtudaginn 22. maí kl. 10–15.
Þeir sem hafa áhuga að sjá hvernig kennslustund fer fram geta komið á milli kl. 10.00 – 11.20 eða kl. 14.10- 15.00.
Hægt er að skoða aðstöðuna og spjalla við Jenny, umsjónarmann námsins og forvitnast um skólann.
Boðið verður upp á kaffi, svala og kex.
Fyrir þá sem hafa áhuga á námi næsta haust verður Jenny til viðtals síðar um daginn.
Allir áhugasamir um dreifnám í Búðardal eru velkomnir.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei