Dalabyggð hefur samning við Borgarbyggð um félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og barnavernd.
Undir samninginn falla; félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, þjónusta og stuðningur við fólk með fötlun og fjölskyldur fatlaðra barna, leyfisveitingar vegna daggæslu í heimahúsum, leyfisveitingar skv. barnaverndarlögum og barnavernd.
Starfsmenn eru í Búðardal fyrsta og þriðja þriðjudag í mánuði frá kl. 13. Auk þessa er unnt að hafa samband símleiðis aðra virka daga kl. 9-15 til að afla sér upplýsinga og ráðgjafar. Einnig til að panta viðtöl á viðverudögum í Búðardal. Viðtöl eru einnig veitt í Borgarnesi.
Sími hjá starfsmönnum félagsþjónustu utan viðverudaga í Búðardal er sími Borgarbyggðar 433 7100.
Á viðverudögum í Búðardal er hægt að hringja beint í síma 430 4706 eða 898 9222. Einnig er hægt að hringja gegnum skiptiborð Dalabyggðar, sími 430 4700.