Jörfagleði – upphitun

DalabyggðFréttir

Í kvöld kl. 20-22 mun Útvarp Auðarskóli vera með útsendingar.
Stilla þarf á FM 105,1 til að hlusta á útsendingar þeirra.
Nemendur efstu bekkja Auðarskóla starfrækja útvarp á Jörfagleðinni. Umsjón og gerð þátta verður alfarið í höndum nemenda; fluttar verða auglýsingar og tilkynningar, tekin viðtöl, spiluð verður tónlist úr ýmsum áttum.
Verkefnið er samstarfsverkefni Jörfagleði og nemendafélags Auðarskóla.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei