Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Óskar er við húsnæði sveitarinnar við Vesturbraut dagana 28. desember til 31. desember.
Þrjár brennur verða í sveitarfélaginu um ármótin. Í Búðardal verður kveikt í brennunni á gamla fótboltavellinum kl. 20:30 og flugeldasýning í kjölfarið. Um miðnætti verður síðan kveikt í brennum við Árblik í Miðdölum og ap Þverfelli í Saurbæ.
Opnunartímar flugeldasölu Óskar eru:
Miðvikudaginn 28. desember | 14 – 18 | |
Fimmtudaginn 29. desember | 14 – 20 | |
Föstudaginn 30. desember | 14 – 22 | |
Laugardaginn 31. desember | 10 – 15 |
Fyrir á sem ekki hafa áhuga á flugeldakaupum, en vilja styrkja björgunarsveitina er reikninginn sveitarinnar 0312-13-300062 og kennitala 620684-0909. Sími er 434 1422.