Frá Leikfélagi Laxdæla

DalabyggðFréttir

Fyrir 40 árum sýndi Leikfélag Laxdæla sitt fyrsta verk og heldur því upp á afmælið sitt nú um þessar mundir. Af því tilefni ætlar félagið að frumsýna leikverkið Skóarakonuna dæmalausu eftir Frederico Garcia Lorca, föstudaginn 18. nóvember nk. Leikarar æfa nú stíft og má búast við góðri sýningu líkt og áður.
Stefnt er að því að gefa út veglegan bækling á vegum félagsins þar sem margt skemmtilegt verður að finna um starfsemi félagsins, myndir frá liðnum árum og upplýsingar um gömul leikverk svo fátt eitt sé nefnt.
Leitað er til fyrirtækja, samtaka, stofnana og einstaklinga til styrktar bæklingaútgáfu. Ef þitt fyrirtæki, þín stofnun eða samtök, eða þú sem einstaklingur, hefur áhuga á því að auglýsa í bæklingnum þá vinsamlegast sendu svarpóst á netfangið: herdis@audarskoli.is eða hringdu í síma 695 0317.
Bæklingurinn verður gefinn út í A5-broti. Verð auglýsinga er 15.000 kr fyrir heilsíðu, 10.000 kr fyrir hálfsíða, 5.000 kr fyrir ¼síðu og styrktarlínur.
Undirrituð hefur undir höndum allar eldri auglýsingar sem birtar hafa verið í bæklingi Jörfagleði 2011 (Dalapóstinum). Því er hægt að nálgast þær auglýsingar ef viðkomandi vill nota þær aftur og ef engar breytingar eru í vændum.
Með von um góðan stuðning.
Herdís Erna Gunnarsdóttir
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei