Fræðslukvöld um þjálfunarstiga Háskólans á Hólum

DalabyggðFréttir

Fræðslukvöld um þjálfunarstiga Háskólans á Hólum er vera átti að Miðfossum í Borgarfirði miðvikudaginn 12. febrúar kl. 20-22 er frestað til miðvikudagsins 19. febrúar.

 

Reiðkennaraefni Háskólans á Hólum eru þessa dagana með sýnikennslu víðsvegar um land og munu þrír nemendur sækja Miðfossa heim. Þeir eru Astrid Skou Buhl, Bjarki Þór Gunnarsson og Johanna Schulz.
Byrjað er á stuttum fyrirlestri og síðan verður sýnikennsla. Kennslan er fyrir áhugasama hestamenn sem vilja glöggva vitund sýna fyrir uppbyggingu á hestunum sínum. Uppbyggileg og góð hugmyndarfræði að settum lokamarkmiðum við þjálfun hrossa.
Aðgangseyrir er 500 kr og greiðist við innganginn. Ekki er tekið við greiðslukortum. Sýnikennsla þessi e ekki haldin í gróðaskyni heldur einungis til æfingar og ánægju og aðgangseyrir fer upp í olíukostnað og önnur gjöld sem til falla.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei