Fyrsti maí í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu standa saman að samkomu í Dalabúð, Búðardal á baráttudegi verkalýðsins og hefst dagskráin kl. 14:30.
Kynnir verður Helga Hafsteinsdóttir formaður SDS og ræðumaður Guðbjörn Arngrímsson formaður Samflots. Keli Cýr flytur eigin lög og ljóð og síðan Hreimur Heimisson.
Gestum er boðið uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei