Garðaúrgangur

DalabyggðFréttir

Móttaka garðaúrgangs er í endurvinnslustöðinni við Vesturbraut á opnunartímum hennar. Gras og trjáafklippur er flokkað í hvorn sinn gáminn og plastumbúðir eiga ekki að fylgja.
Þar til annað verður ákveðið er einnig hægt að fara með gras og trjáafklippur á gamla gámasvæðið við Vesturbraut. Íbúar eru vinsamlega beðnir um að setja gras og trjáafklippur í sitt hvorn hauginn án umbúða, þannig að unnt verði að nýta úrganginn til uppgræðslu eða í annað nytsamlegt.
Endurvinnslustöðin er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15-18 og laugardaga kl. 11-14.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei