Gleðilega páska og förum varlega

DalabyggðFréttir

Um leið og Dalabyggð óskar ykkur öllum gleðilegra páska viljum við fara yfir nokkur atriði sem vert er að hafa í huga.

Það er í gildi samkomubann á Íslandi. Það þýðir að ekki mega fleiri en 20 safnast saman á sama stað.

Við brýnum fyrir fólki að virða 2ja metra fjarlægðarregluna. Þ.e. að ávalt skal hafa a.m.k. 2 metra á milli manna utan heimilis s.s. í biðröðum og inni í verslunum.

Nú þegar farið er að hægjast á útbreiðslunni er mikilvægt að við slökum hvergi og höldum áfram að virða fyrirmæli almannavarna.

Því skulum við hlýða Víði og vera heima hjá okkur um páskana. Komum í veg fyrir slys og aukið álag á heilbrigðiskerfið sem og viðbragðsaðila með því að vera ekki á ferðinni þegar við höfum fengið tilmæli um annað. Lítum frekar í bók, horfum á góða mynd, hlustum á góða tónlist eða spilum, það er svo margt sem hægt er að finna sér til afþreyingar.

Við minnum á upplýsingavef Dalabyggðar sem má finna á forsíðunni eða með því að smella HÉR.

Þá viljum við einnig vekja athygli á starfsemi Kvennaathvarfsins.
Þar er opið og svarað í síma allan sólarhringinn.
Í neyðartilfellum skal alltaf hafa samband við 112.
Þolendur og aðstandendur geta haft samband til að fá stuðning og / eða ráðgjöf í síma 561 1205.
Netfang:  kvennaathvarf@kvennaathvarf.is

Verum vakandi fyrir heimilisofbeldi í okkar nærumhverfi!

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei