Góða skemmtun 2024

DalabyggðFréttir

Sumarið er að bresta á með viðburðum og samkomum. Mikilvægt er að huga að því hvernig megi tryggja góða skemmtun í sumar.

Vitundavakningin Góða skemmtun er með það að markmiði að fólk skemmti sér vel á hátíðum sumarsins – og að þau sem standa að viðburðum tryggi með góðum undirbúningi og skipulagi að samkoman verði góð skemmtun þar sem öryggi gesta er í forgangi.

Meginskilaboðin í vitundarvakningunni eru að:

  • Góð skemmtun er örugg og ofbeldislaus.
  • Slagsmál, ógnun, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eiga aldrei að líðast.

Ætíð skal hafa samband við 112 í neyð.

Skemmtanir sumarsins eru margar og fjölbreyttar. Líkurnar á afbrotum eru meiri á stærri viðburðum, ekki er þar með sagt að alvarleg atvik geti ekki allt eins komið upp á umfangsminni viðburðum, en líkur á afbrotum aukast eðli máls samkvæmt eftir því sem samkoman er fjölmennari

Við vekjum því athygli á Góða skemmtun sem er samstarfsverkefni Dómsmálaráðuneytisins, lögreglunnar og Neyðarlínunnar.

Hérna má m.a. nálgast nokkur góð atriði fyrir foreldra og forsjáraðila, bæði á íslensku og ensku: Góð ráð til foreldra og forsjáraðila

Skemmtum okkur vel og fallega í sumar!

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei