Hátíðarhöld í Dalabyggð 17. júní

DalabyggðFréttir

Hátíðarhöld 17. júní verða í Búðardal á vegum þjóðhátíðarnefndar Lions og í Saurbænum koma íbúar saman í skógræktargirðingunni Þverfelli samkvæmt hefð.

Veðurspáin fyrir 17. júní um klukkan 12 er suðvestan 5 m/s, hiti 14°C . Úrkomulaust allan daginn.


Dagskráin í Búðardal

Kl. 13 – 13:50 við nýju höfnina í Búðardal
Hestar, bátur og andlitsmálun.

Kl. 14 Hátíðardagskrá
Lionsfélagar gefa fána og blöðrur fyrir skrúðgönguna.
Skrúðganga verður frá Leifsbúð að Silfurtúni.
Ávarp fjallkonunnar.
Hátíðarræða.
Leikir, sprell og fjör.

Kl. 14:45 – 16:30 Miðdagskaffi í Dalabúð
Kaffi – súkkulaði- djús – vöfflur – skúffukaka.
Fullorðnir kr. 500
7-12 ára kr. 100
6 ára og yngri frítt.
Ekki er posi á staðnum.
Glímufélag Dalamanna verður með glímumót í stóra salnum.
Sýning á björgunartækjum á slökkvistöðvarplani.
Hoppkastalar á svæðinu.

Dagskráin í Saurbænum

Hefst klukkan 13 í skógræktargirðingunni í Þverfellshlíð.
Allir að koma með grill, mat á grillið og góða skapið.
Farið verður í skemmtilega leiki og að sjálfsögðu endað á reipitogi yfir ána.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei