Í byrjun febrúar fór á stað heilsuefling starfsmanna Mjólkursamsölunnar samhliða markaðssetningu á nýjum próteindrykk sem hlotið hefur nafnið Hleðsla.
Starfsmenn voru hvattir til að taka þátt í heilsuátakinu sem stendur yfir í þrjá mánuði. Undirtektir voru góðar og hátt í fjörutíu átakshópar stunda nú Hleðsluátak á öllum starfsstöðvum MS. Í hverjum hóp eru 5 manns með 1 liðsstjóra sem heldur utan um alla skráningu á hreyfingu liðsmanna. Vegleg verðlaun verða veitt þeim þremur hópum sem safna flestum stigum.
Hjá starfsstöð MS Búðardal eru þrír hópar sem verða áberandi heilsusamir fram á vor og sjást saman einir sér eða í stærri hópum.
Hópur 1 – Strumparnir |
Hópur 2 |
Hópur 3 |
Slagorð átaksins er: Hreyfing – HLEÐSLA – Árangur