Heimtur í febrúar

DalabyggðFréttir

Heimtur hjá sauðfjárbændum í Dölum hafa verið nokkuð góðar nú í febrúar.
Fé hefur verið að slæðast heim á leið síðustu vikurnar, mest dilkær. Er það svona heldur í seinna fallinu fyrir sláturtíð og fengitíma, en betra er seint en aldrei.
Ein af þessum ám er hún Hlín Bakkusardóttir, tvævetla með gimbrarnar sínar. Hún bankaði upp á hjá Erlu og Sigga í Fagradal og vantaði far yfir ána. Gimbrarnar voru spikfeitar og ekki síðri en þær sem eru búnar að vera á gjöf síðan í nóvember.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei