Hleðsla á slökkvitækjum

DalabyggðFréttir

Slökkvilið Dalabyggðar í samvinnu við Lionsklúbbur Búðardals gangast fyrir hleðslu á slökkvitækjum í slökkvistöðinni við Miðbraut í Búðardal.
Móttakan verður opin 5.-7. apríl kl. 17-19 og laugardaginn 8. apríl kl. 10-19.
Hleðsla fyrir 2 kg duft- og vatnstæki er 3.534 kr og 6/12 kg dufttæki er 4.433 kr. Veittur er 5% afsláttur ef fimm eða fleiri tæki eru frá sama aðila.
Tækin verða endurhlaðin til afhendingar 10.-12. apríl kl. 17-19.
Einnig verður hægt að panta slökkvitæki, reykskynjara og eldvarnarteppi. Sæmundur (434 1634 / 892 3048) og Jóhannes (896 4910 / johanneshh@simnet.is) taka við pöntunum og aðstoða með slökkvitæki.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei