Hreinsunardagurinn gekk vel

DalabyggðFréttir

Skátar á aldrinum 9-15 ára gengu allar götur, móa, fjörur, holt og hæðir í gær. Það safnaðist hellingur af ýmiskonar rusli, allt frá dauðri mús í poka að bíldekki. Hópnum var skipt í nokkra minni hópa og enduðu allir á íþróttavellinum. Þetta eru hörkuduglegir skátar sem við eigum. Takk fyrir það.
Skátar hvetja síðan aðra bæjarbúa og sveitunga að gera hið sama og hreinsa til í görðum og snyrta í kringum húsin sín.
Heyrst hefur að t.d rúlluplast sé fast í girðingum hér og þar í sveitinni. Fallegt umhverfi gleður augað.

Gleðilegt sumar

Anna Margrét Tómasdóttir
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei