Húsaleigubætur 2013

DalabyggðFréttir

Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum hjá sveitarfélaginu og sækja þarf um þær fyrir 16. dag fyrsta greiðslumánuðar. Berist umsókn seinna verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar.
Samkvæmt 10. grein laga um húsaleigubætur nr. 138/1997 þarf að sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Því er mikilvægt að endurnýja allar umsóknir nú fyrir 16. janúar til að fá greiddar út húsaleigubætur.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Dalabyggðar fyrir 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Umsóknareyðublöð er á heimasíðu Dalabyggðar og einnig á skrifstofu Dalabyggðar.

Gagnlegar upplýsingar um húsaleigubætur má finna á heimasíðu velferðarráðuneytisins.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei