Íbúaþing 2019

DalabyggðFréttir

Íbúaþing var haldið þann 17. mars sl. í Tjarnarlundi. Á íbúaþinginu unnu 40 manns í hópavinnu og ræddu atriði eins og eflingu samfélagsins, fjölbreyttari atvinnutækifæri, aukin lífsgæði og fjölskylduvænleika og hver óskastaðan ætti að vera varðandi þau eftir þrjú og sjö ár. Þá voru ræddar ýmsar stefnur s.s. um atvinnumál, fjölskyldumál, umhverfi, markaðsmál, samgöngur og menningarmál og þær aðgerðir sem þyrfti að fara í til að framfylgja þeim.

 

Umræður voru mjög góðar og allir tóku virkan þátt. Öllum þátttakendum í íbúaþinginu eru færðar þakkir fyrir þátttökuna.

Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands stýrði þinginu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei