Íbúðir fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferð.

DalabyggðFréttir

Krabbameinsfélag Breiðfirðinga

Að Rauðarárstíg 33 í Reykjavík eru íbúðir sem ætlaðar eru til afnota fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra af landsbyggðinni meðan á meðferð stendur. Krabbameinsfélag Íslands á þar átta íbúðir með öðrum félagasamtökum, s.s. Rauða krossi Íslands. Landsspítalinn sér um rekstur íbúðanna. Upplýsingar og úthlutun er á geisladeild spítalans í síma 543 6800 (Sigurveig).
Krabbameinsfélag Breiðfirðinga greiðir að hluta eða öllu leyti fyrir leiguna vegna sjúklinga úr Dölum eða Reykhólahreppi.
Þá eru einnig í boði hvíldarvikur á ýmsum stöðum á landinu fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra, samkvæmt nánari auglýsingu hjá Krabbameinsfélagi Íslands, eða á vefnum Krabb.is.
Þá er Krabbameinsfélag Íslands einnig með margskonar þjónustu fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein.
Þá viljum við ítreka að hér á svæðinu viljum við gjarnan stofna þjónustuhóp fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein ef næg þátttaka væri fyrir því. Við hvetjum fólk til að hafa samband við okkur.
Þess má geta að Krabbameinsfélag Breiðfirðinga hefur ákveðið að gefa sjónvarp í eina íbúðina og verið er að ganga frá því.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá stjórnarmönnum í Krabbameinsfélagi Breiðfirðinga sem eru:
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Mýrartungu II, Arnór Grímsson Króksfjarðarnesi
Guðrún Björnsdóttir Búðardal og Þrúður Kristjánsdótttir Búðardal.
Þess má líka geta að Krabbameinsfélag Breiðfirðinga hefur ákveðið að gefa sjónvarp í eina íbúðina, og er verið að ganga frá því.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei