Miðvikudagkvöldið 3. júlí kl. 20:30 verða jazztónleikar á Hótel Eddu á Laugum í Sælingsdal. Þar spila Dalamaðurinn Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson.
Tómas og Ómar hafa haldið tónleika á Laugum mörg undanfarin sumur og fengið til sín ýmsa gesti, Sigríði Thorlacius, Mugison og í fyrra þýska trommuleikarann Tommy Baldu, en saxófónleikarinn Óskar hefur ekki spilað með þeim á Laugum áður. Óskar og Ómar hafa lengi verið liðsmenn í latínsveit Tómasar og spilað þá tónlist með honum í Noregi, Rússlandi, Rúmeníu, Þýskalandi og Kúbu, svo nokkur lönd séu nefnd.
Efnisskráin verður bæði klassísk djasssveifla og latíntónlist, að stórum hluta úr lagasafni Tómasar. Þar á meðal verða ný lög sem hann mun hljóðrita síðsumars.