Jóna Björg ráðin verkefnastjóri fjölskyldumála

DalabyggðFréttir

Þann 9. júní sl. var auglýst starf verkefnastjóra fjölskyldumála hjá Dalabyggð með umsóknarfresti til 26. júní. Um er að ræða nýtt starf þar sem helstu verkefni eru tengd málefnum félagsþjónustu, fræðslumála, barnavernd og störfum með fastanefndum Dalabyggðar.

Þrjár umsóknir bárust vegna starfsins og fóru viðtöl fram fyrri hluta júlí.

Það er Jóna Björg Guðmundsdóttir sem hefur verið ráðin og tekur hún til starfa þann 14. ágúst nk.

Jóna Björg er menntaður félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands með grunn í sálfræði og uppeldis- og menntunarfræði. Jóna Björg hefur m.a. reynslu af störfum með börnum, geðfötluðum og stuðningi við fóstur- og stuðningsfjölskyldur. Jóna Björg kemur til starfa hjá Dalabyggð eftir að hafa starfað hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar við Keðjuna, foreldrafræðslu og uppeldisstuðning frá 2021.

Við bjóðum Jónu Björg velkomna til starfa.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei