Jörfagleði 2013

DalabyggðFréttir

Jörfagleði verður haldin hátíðleg dagana 25.-28. apríl n.k. Undirbúningur gleðinnar er hafinn og er dagskráin óðum að taka á sig mynd.
Sérstök Jörfagleðinefnd hefur verið skipuð og auglýsir hún hér með eftir skemmtilegum viðburðum fyrir hátíðina.
Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í hátíðinni með einum eða öðrum hætti eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til nefndarmanna. Jörfagleði er hátíð fólksins og þess vegna leggur nefndin áherslu á það að allir eru velkomnir til leiks, eins og alltaf.
Meðal atriða sem eru í undirbúningi er smáhlutasýning. Allir þeir sem safna hlutum af einhverju tagi eru hvattir til að hafa samband við einhvern nefndarmanna.
Nefndina skipa:
Kristján Garðarsson, efrimuli@simnet.is
Ásdís Melsted, asdiskm@simnet.is
Valdís Gunnarsdóttir, valaislandia@hotmail.com
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei