Kærleiksvika á elsta stigi

DalabyggðFréttir

Í þessari viku verður kærleiksvika á elsta stigi.
Lögð er áhersla á hæfni tengt sjálfsmynd, sjálfstrausti, ábyrgð og áhrif hvers og eins.
Nemendur fara í slökunæfingar á hverjum degi og teknar verða umræður um alls konar viðkvæm málefni í vikunni; svo sem kynlíf, kynferðisofbeldi, ofbeldi í nánum samböndum, erfiðleika í lífi einstaklinga o.fl.
Flestar hefðbundnar námsbækur verða því lagðar til hliðar á meðan en nemendur mæta þó í stærðfræðitíma.
List- og verkgreinar eru samkvæmt stundatöflu.
Lærdómur er jú alls konar og fer ekki einungis fram í kennslubókum heldur einnig í gegnum gagnvirk samskipti og ígrundun.
Kærleiksvikan tekur helst mið af 18. kafla aðalnámskrár grunnskóla. Þ.e. lykilhæfni.
Sjá hér hæfniviðmið fyrir elsta stig við lok grunnskóla

Rauði þráðurinn í vikunni er þakkæti.
Teknar verða þakklætisæfingar á hverjum degi og munu nemendur skrá í þakklætisdagbókina á hverjum degi yfir vikuna.
Foreldrar eru hvattir til að kynna sér hana hér
Í þakklætisæfingum þökkum við fyrir þá hluti sem við höfum, í stað þess að kvarta yfir því sem við höfum ekki.
V
ið horfum á jákvæðu hliðar lífins og tökum ábyrgð á okkur sjálfum og okkar hugsunum. Það er alltaf hægt að þakka fyrir eitthvað.

Kærleiksvikan er liður í því að aðlaga skólaumhverfið að nemendum, en ekki aðlaga nemendur að skólaumhverfinu.
Breytingar geta verið erfiðar fyrir suma nemendur og breytingar eru eitthvað sem mannfólk kynnist í gegnum allt lífið.
Að læra að takast á við breytingar, stórar sem smáar, er mikilvægt veganesti fyrir nemendur út í lífið.
Mætum því með opinn hug fyrir vikunni. Kennarastarfið er tilraunastarf og við erum ekki hrædd við að prófa nýja hluti. Við hlökkum til þess að sjá niðurstöður þessarar tilraunar!

Kærleiks- og þakkarkveðjur, starfsfólk Auðarskóla.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei