Kynningardagur fyrir íbúa og hagsmunaaðila vegna tillögu um breytingu á aðalskipulagi, ásamt uppdrætti og greinagerð, verður föstudaginn 13. desember kl. 10:00-12:00 á skrifstofu skipulagsfulltrúa í stjórnsýsluhúsinu, Miðbraut 11, Búðardal. Samanber 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingarnar eru eftirtaldar:
· Afmörkun á svæði undir sorpurðun í landi Höskuldsstaða í Laxárdal.
· Færsla vegar við Fellsenda í Miðdölum á rúmlega 1 km löngum kafla, auk nýrrar brúar og tilfærslu á námu, E14
Skipulags- og byggingafulltrúi Dalabyggðar