Lambhrútasýningar FSD

DalabyggðFréttir

Lambhrútasýningarnar eru tvær vegna sauðfjárveikivarna. Sú fyrri er í Dalahólfi á föstudeginum og sú síðari á laugardagsmorgni fyrir Vesturlandshólf.
Keppt er í flokkum hyrndra, kollóttra og mislitra/ferhyrndra hrúta. Sýningaskrá er tilbúin. Skráðir eru 90 hrútar til keppni og 8 gimbrar. Í lok hvers flokks gefst mönnum tækifæri til að þukla á hrútunum og leggja sitt eigið mat á niðurstöður dómaranna.
Dómarar eru Sigurður Þór Guðmundsson og María Svanþrúður Jónsdóttir. Sýningarstjóri er Svanborg Þuríður Einarsdóttir.
Valið á fallegustu gimbrinni er í höndum gesta sýninganna og byggist á sjónrænu mati.
Frír aðgangur er á lambhrútasýningar.

Dalahólf – Svarfhóll í Laxárdal

Best dæmdu lambhrútarnir norðan girðingar verða til sýnis á Svarfhóli í Laxárdal föstudaginn 21. október kl. 12. Einnig verður keppt um fallegasta gimbrarlambið.
Til að komast að Svarfhóli er beygt af Vestfjarðavegi nr. 60 á Breiðamel og ekið fram Laxárdalinn eftir vegi nr. 59. Sé komið að norðan er beygt af hringvegi 1 við Staðarskála á veg nr. 68, síðan við Borðeyrarbæinn á veg nr. 59 yfir Laxárdalsheiði.

Vesturlandshólf – Vatn í Haukadal

Best dæmdu lambhrútarnir sunnan girðingar verða til sýnis á laugardaginn 22. október kl. 10 á Vatni í Haukadal. Einnig verður keppt um fallegasta gimbrarlambið.
Til að komast að Vatni er beygt af Vestfjarðavegi nr. 60 við Haukadalsá og ekið fram Haukadal eftir vegi nr. 586.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei