Lambhrútasýningar FSD

Dalabyggð Fréttir

Lambhrútasýningarnar á haustfagnaði eru tvær að vanda, sunnan og norðan girðingar. Sú fyrri er á Skerðingsstöðum í Hvammssveit á föstudeginum og sú síðari á laugardagsmorgni á Kvennabrekku í Miðdölum.
Keppt er flokkum hyrndra, kollóttra og mislitra/ferhyrndra hrúta. Í lok hvers flokks gefst mönnum tækifæri til að þukla á hrútunum og leggja sitt eigið mat á niðurstöður dómaranna.
Skráning er á vef Dalabyggðar og skal skráningu lokið kl. 18 fimmtudaginn 23. október.
Frír aðgangur er á lambhrútasýningar.
Úrslit og verðlaunaafhending verður í grillveislunni í Dalabúð á laugardagskvöldið.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei