Laus störf við Auðarskóla í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Umsjónakennarar við Auðarskóla

Í Auðarskóla eru lausar stöður umsjónarkennara á yngsta, mið- og elsta stigi. Um er að ræða fimm 100% stöður  Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar.

Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli og eru einkunnarorð skólans Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal og eru um 90 nemendur í grunnskólanum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.

 

Aðstoðarleikskólastjóri við Auðarskóla

Auðarskóli óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra sem jafnframt gegnir starfi deildarstjóra. Um er að ræða 100% starfshlutfall frá og með 1. maí 2022. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti leiðsheildar.

Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli frá árinu 2009. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Skólinn er staðsettur í Búðardal og er 2ja deilda fyrir börn á aldrinum 1 til 5 ára. Húsnæði leikskólans er nýlegt og er aðbúnaður góður. Á næsta skólaári verða um 20 börn í leikskólanum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem kennari.
  • Reynsla af starfi og/eða stjórnun í leikskóla.
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslensku- og tölvukunnátta.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Stundvísi og reglusemi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinna að stjórnun og skipulagningu uppeldis- og kennslustarfsins.
  • Vinna með skólastjóra að daglegri stjórnun og rekstri leikskólans.
  • Starfa samkvæmt stefnu og markmiðum Auðarskóla.
  • Taka þátt í stefnumótun og áætlanagerð leikskólans.
  • Sjá um samskipti og samvinnu við foreldra.
  • Vera faglegur leiðtogi.

Ef leikskólakennari og aðili með leyfisbréf sem kennari fæst ekki til starfa kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.

 

Leikskólakennarar við Auðarskóla

Auðarskóli Dalabyggð óskar eftir að ráða leikskólakennara eða uppeldismenntað starfsfólk til starfa í 100% starfshlutfall. Um er að ræða tvær stöður. Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar.

Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli og eru einkunnarorð skólans Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal og er leikskólinn í sérhúsnæði með tveimur deildum fyrir börn á aldrinum 1 til 5 ára. Húsnæðið er nýlegt og aðbúnaður góður. Á næsta skólaári verða um 20 börn í leikskólanum.

Hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem kennari.
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslensku- og tölvukunnátta.
  • Reynsla af starfi í leikskóla æskileg.
  • Stundvísi og reglusemi.

Ef leikskólakennarar fást ekki til starfa kemur til greina að ráða einstaklinga með aðra uppeldismenntun.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.

 

Starf þroskaþjálfa við Auðarskóla

Auðarskóli í Dalabyggð óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 100% starf

Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli og eru einkunnarorð skólans Ábyrgð-Árangur-Ánægja. Auðarskóli er staðsettur í Búðardal og eru 120 börn í skólanum.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi.
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslensku- og tölvukunnátta.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Stundvísi og reglusemi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinna að uppeldi og menntun barna með sérþarfir
  • Gerir áætlanir, sinna þjálfun, leiðsögn og stuðningi við börn með sérþarfir.
  • Skipuleggur og heldur utan um sérkennslu í nánu samstarfi við verkefnastjóra sérkennslu.
  • Vinna að þróun stoðþjónustu í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands. Starfið hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til 1. maí.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei