Laust starf: Hjúkrunarframkvæmdarstjóri Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar að ráða drífandi einstakling í starf hjúkrunarframkvæmdastjóra Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal.

 

Leitað er að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi með faglega sýn. Á Silfurtúni eru 10 hjúkrunarrými og 2 dvalarrými. Þar starfa um 15 starfsmenn. Um 100% starfshlutfall er að ræða.

 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð

• Fagleg ábyrgð og forysta um hjúkrun og þjónustu við íbúa

• Yfirsýn og mótun skipulags fyrir heimilið

• Stefnumótun, markmiðasetning og árangursmælingar

• Uppbygging mannauðs og liðsheildar ásamt ábyrgð á starfsmannamálum

• Umsjón með og ábyrgð á rekstri og stjórnun heimilisins

 

Hæfnikröfur

• Háskólagráða í hjúkrunarfræði er nauðsynleg, framhaldsmenntun og reynsla er kostur

• Brennandi áhugi á þróun þjónustu og uppbyggingu heimilisins

• Hæfni í mannlegum samskiptum og góður samstarfsvilji

• Frumkvæði, áreiðanleiki, drifkraftur, þrautseigja

• Reynsla og/eða þekking af rekstri. Þekking á RAI-mati er æskileg

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum

áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Gengið er út frá því að starfsmaðurinn verði búsettur í Dalabyggð.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar veitir Ari Eyberg (ari@intellecta.is) eða Thelma kristín Kvaran (thelma@intellecta.is). Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is.

 

Umsóknarfrestur er 10. febrúar 2020.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei