Staða markavarðar er laus til umsóknar.
Verkefni markavarðar eru skilgreind í afréttarlögum nr. 6/1986 og í reglugerð um mörk og markaskrár nr. 200/1998 með síðari breytingum. Markavörður annast skráningu og birtingu búfjármarka og stendur að útgáfu markaskrár í samvinnu við Bændasamtök Íslands.
Leitað er að samviskusömum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og skipulega.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is fyrir 10. maí.