Leiksýning: Stella í orlofi

DalabyggðFréttir

English below 

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir Stellu í orlofi næstkomandi föstudag.

Stella er Íslendingum að góðu kunn, flest kunnum við fjölmarga frasa úr myndinni utanbókar enda er kvikmyndin samofin þjóðarsálinni.
Gunnar Gunnsteinsson og Leikfélag Hólmavíkur hafa nú gert leikgerð fyrir svið eftir kvikmyndahandriti Guðnýjar Halldórsdóttur en Gunnar leikstýrir einmitt sýningunni.

Sýningin er afrakstur samstarfs Leikfélags Hólmavíkur og Grunn- og tónskólans á Hólmavík, leikrarar og aðstandendur sýningarinnar eru því á öllum aldri auk þess sem ungmenni sjá um lifandi tónlistarflutning.

Sýnt verður í Félagsheimilinu á Hólmavík 6. og 7. Mars, 2., 5. og 13. apríl en janframt verður farið í leikferð á Hvammstanga þann 28. mars.

Leikfélagið lofar mikilli gleðisprengju!

Miðaverð er 3500kr.- en frítt er inn fyrir áhorfendur sem ekki tala íslensku.

Miðapantanir eru hjá Ágústi í síma 841-0929

— — — — — — — — — —

The theater club of Hólmavík premieres „Stella í orlofi“ next Friday.

The story of Stella is well known in Iceland, most of us know many phrases from the movie as the film has a special place in our hearts.
Gunnar Gunnsteinsson and the theater club have now made a show after Guðný Halldórsdóttir’s screenplay, but Gunnar is directing the show.

The show is result of a collaboration between the theater club and the elementary and music school of Hólmavík, actors and other participants of the show are therefore of all ages as well as young people take care of live music performance.

It will be shown in the  in community center of Hólmavík on 6 and 7 March, 2, 5 and 13 April, and a show will be held in Hvammstangi on 28 March.

The theater club promises a great blast!

Free entrance for those who do not speak Icelandic.

You can order tickets by contacting Ágúst, phone number 841-0929

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei