Ljósið í myrkrinu.

DalabyggðFréttir

Núna þegar dagarnir fara að styttast og kuldinn að leika sér að okkur er gott að geta verið innandyra og haft það huggulegt. Blómalindin býður nú upp á eldri kerti í nokkrum gerðum á 50% afslætti. Mikið af ilmkertum, á gamla góða verðinu meðan byrgðir endast, en það á einnig við um kertin frá Bröste. Nú má búast við að verð hækki, af ástæðum sem ekki þarf að útskýra. Ætlunin er að bjóða samt áfram upp á fyrr greinda vöru flokka, ásamt íslenskum kertum.
Nýtt, nýtt. Kertaluktir til að hafa utan húss og á leiðum, þetta eru margnota leiðis- og pallaljós sem alltaf er hægt að fá kerta áfyllingar á. Seríur og alskonar vörur sem gefa af sér ljós, eru nú að lenda á næstu dögum og í kringum mánaðarmót.
Jólin
Ætlunin er að hafa allt eins og áður, jóla- og aðventuskreytingar verða áfram í ágætis úrvali ásamt skreytingarefni og smá ráðgjöf fyrir þá sem vilja gera sínar skreytingar sjálfir. Þeir sem vilja fá lagfæringu á eldri skreytingum, eða aðventuhringina sína vafða hafa samband og fá sína hluti innan tveggja sólahringa og fyrr, allt eftir því hvernig stendur á í það og það sinn.
Leiðisskreytingar: Skreyttar greinar, litlir kransar, krossar og skreytingar í pottum, þarf að panta með fyrirvara því lagerinn er ekki hafður stór.
Nú verður lögð áhersla á smávarning sem ekki of erfiður í innkaupum fyrir fólk, við verðum að hafa hugfast, ekki síst núna að það þarf ekki alltaf að vera stórt og dýrt til að gleðja sjálfan sig og aðra. Endilega komið við á góðum dögum, það er ekki skylda að versla, það er allt of mikið um að fólk sé að afsaka sig fyrir gott innlit, það er óþarfi.
Opnunartími-viðvera.
Eins og flestir hafa tekið eftir hefur viðvera ekki verið stöðug og ekki verið eftir klukkunni í Blómalindinni, síðan í ágúst. Þarna spila margir þættir inn í, er kanski helst að nefna að eftir að hafa verið í þessu í 8 ár eru síðustu dagarnir í hverjum mánuði mjög rólegir, en það eru september og október einnig í heild sinni. Það þíðir samt ekki að ég sé orðin leið á starfinu, heldur er ég ekki farin að taka því eins hátíðlega eins og oft áður, og er farin að mæta á viðburði tengda störfum mínum og viðburði innan fjölskyldunnar. Einnig hef ég farið í heildsölurnar til að versla inn, ekki látið senda eitthvað, eins og ég gerði áður. Svo hef ég verið opin fyrir að taka að mér verkefni utan héraðs. Á þessu verður breyting í nóvember og desember því nú verður viðveran aukinn.
Það er í athugun að þessa rólegheita mánuði verði Blómalindin rekinn eins og nokkurskonar skreytingaverkstæði. Þar sem opnunartími er fastur fyrir helgar og fyrstu 10 dagana í mánuðinum og í kring um hina ýmsu viðburði. Þetta ætti við um janúar, febrúar, frá 15.-31. maí, september og október. Ath þetta er ekki ákveðið aðeins í athugun. En það yrði alltaf opið fyrir skreytingaþjónustu, pantanir og allt slíkt.
Dagskráin fyrir og yfir jól og áramót.
Nóvember: Opið alla virka daga frá 13:00- 18:00
Laugardaga frá 12:00-14:00
Sunnudagar lokað
Mánudagur 10. nóv lokað, v/ jólainnsetningar í Hótel Glym.
Laugardagur 29. nóv-sunnudagur 30.nóv opið frá 13:00-18:00.
Löng helgi, fyrsti sunnudagurinn í aðventu.
Desember: Opið alla virka daga frá 13:00-18:00.
Laugardaga frá 12:00-14:00.
Sunnudaga lokað.
Laugardagur 20. des 12:00-18:00.
Þorláksmessa 23.des 11:00-23:00.
Aðfangadagur 24.des 10:00-13:00.
Utan þessarar tímasetningar á opnunartíma er alltaf hægt að ná á mig í síma: 894-6808
Það er velkomið að koma við í Blómalindinni þegar ég er á staðnum þó ekki sé auglýstur opnunartími, eins er hægt að hringja og mæla sér mót utan þess tíma, allt eftir samkomulagi.
Í BLÍÐU OG STRÍÐU, SORG OG GLEÐI, FYRIR ALLT OG ALLA.
Blómalindin Vesturbraut 6.
370. Búðardal.
Sími, Fax 434-1606. Gsm:894-6808
Tölvupóstur:blomalindin@simnet.is
Boga Kristín Thorlacius.
Blómaskreytir.
P.S passið ykkur á ljósastaurnum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei