Tilkynningar frá Leikklúbbi Laxdæla

DalabyggðFréttir

Leikklúbburinn er að leggja af stað í undirbúning á Jörvagleðisýningu fyrir næsta vor og vildi athuga með áhuga fólks á að vera með. Bæði vantar okkur leikara og gott fólk til að koma að uppsetningu og fleiru.
Nýjir félagar í Leikklúbb Laxdæla eru ávallt velkomnir.
Hláturjóga
Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20:00 stendur leikfélagið fyrir hláturjóganámskeiði í Grunnskólanum í Búðardal. Allir sem hafa áhuga á læra eitthvað nýtt og eru orðnir 14 ára eða eldri eru velkomnir.
Kennari á námskeiðinu er Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari og hláturambassador.
Verð: 2.500 kr.
Við skráningum tekur Katrín Lilja Ólafsdóttir,
sími: 434-1226 eða 847-0847 og e-mail: ingkat@simnet.is
ATH!!!!!
Minnum við alla Dalamenn á Dalaleikana sem fram fara næstu tvö mánudagskvöld.
17. nóvember verður keppt á grasvellinum við grunnskólann í Búðardal og 24. nóvember í Dalabúð.
Hvetjum við fólk til að koma og verða áhorfendur að þessum 1. Dalaleikum sem fram fara og munið að veitt verða verðlaun fyrir bestu stuðningsmennina eða klappstýrurnar.
Leikarnir hefjast kl. 20:00 bæði kvöldin.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei