Nú er búið að opna fyrir umsóknir um styrki í Frumkvæðissjóð DalaAuðs. Frumkvæðissjóðurinn styrkir t.d. nýsköpun, þróunarverkefni og samfélagseflandi verkefni í Dalabyggð.
Ef þú lumar á góðri hugmynd og vilt fá að vita meira um sjóðinn og hvort hugmyndin sé styrkhæf, þá er um að gera að fá ráð hjá verkefnisstjóra DalaAuðs. Verkefnisstjóri er Linda Guðmundsdóttir.
Linda er með starfsstöð í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar sem er á 1. hæð Stjórnsýsluhússins að Miðbraut 11. Hægt er að panta tíma hjá henni í gegnum netfangið linda@ssv.is eða í gegnum símanúmerið 7806697.
Linda mun bjóða upp á lengri viðveru á þriðjudögum í vetureða til klukkan 19.30.
Áhugasamir eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.