Markaðsdagur 25.apríl á Jörvagleði

DalabyggðFréttir

Dalamenn og velunnarar Dalanna nær og fjær:
Markaðsdagur verður haldinn á Jörfagleðinni laugardaginn 25. apríl eða á sjálfan kosningadaginn.
Markaðurinn verður haldinn í Björgunarsveitarhúsinu milli kl.13 og 18.
Þátttakan var frábær á síðustu hátíð og mæltist þessi dagur vel fyrir. Það væri ánægjulegt að sjá alla sem eru að vinna að sölu- og markaðsmálum, smátt sem stórt, kynna og/eða selja vörur sínar og þjónustu.
Þeir sem óska eftir söluborði hafið samband við Helgu í síma 6169450 eða sendið póst á ferdamal@dalir.is
ALLIR VELKOMNIR
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei