Markaður á Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Á Ólafsdalshátíðinni er gert ráð fyrir að vera með markað þar sem fólki verður gefinn kostur á að selja eða kynna vörur sínar.
Lögð er áhersla á að þeir aðilar sem taka þátt í markaðnum bjóði uppá matvæli úr heimafengnu hráefni og vandað handverk eða listmuni.
Þeim sem hafa áhuga á að vera með vörur til sölu eða kynningar á Ólafsdalsmarkaðnum er bent á að hafa samband við Höllu á netfangið hallasteinolfs@gmail.com eða í síma 893 3211.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei