Menningarferð Skátafélagsins Stíganda

DalabyggðFréttir

Skátafélagið Stígandi hélt í menningarferð á Strandir 29.-30. ágúst sl.
Það var gríðarlega góð þátttaka í ferðinni 26 skátar, fjórir fullorðnir og tvær litlar sem eru væntanlega verðandi skátar. Strandamenn tóku mjög vel á móti hópnum og lánuðu honum t.d íþróttahúsið til að gista í. Farið var í fjöruferð, á sauðfjársetrið, í sund, og skoðuð fiskvinnslan á Drangsnesi. Einnig átti að fara á sjóstöng en það viðraði ekki til þess. Þá var farið í berjamó og haldin pizzuveisla á Café Riis. Þegar var haldið heim á leið var svo ekinn nýi vegurinn um Arnkötludal til baka.
Það voru fimm fyrirtæki sem styrktu félagið myndarlega, þrjú með nesti, eitt með fjárframlagi og síðast en ekki síst hann Sveinn á Staðarfelli sem lánaði rútu til ferðalagsins.
Skátarnir eru mjög þakklátir öllu þeim er gerðu þessa ferð mögulega.
Hægt er að lesa ferðasöguna og skoða myndir úr ferðinni á bloggsíðu Skátafélagsins Stíganda.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei