Námskeið um sjúkdóma á sauðburði og burðarhjálp

DalabyggðFréttir

Félögum sauðfjárbænda á Snæfellsnesi, í Borgarfirði og Dölum er boðið upp á stutt námskeið í tilefni þess að Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir nú tveggja ára fjölþjóðlegt verkefni um sauðfjárrækt í víðu samhengi.
Námskeiðið verður haldið í Leifsbúð í Búðardal 4. og 11. apríl, kl. 20-22. Að námskeiðinu stendur LbhÍ í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands og héraðsdýralækni.

Skráningar þurfa helst að berast til Endurmenntunar LbhÍ fyrir 1. apríl. Nauðsynlegar upplýsingar um hvern og einn eru; nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Hægt er að skrá sig í síma 433 5000 eða senda á netfangið endurmenntun@lbhi.is.

Ekkert námskeiðsgjald er innheimt og því tilvalið fyrir alla sem koma að sauðburði á hverju búi að mæta.

Mánudagskvöldið 4. apríl, kl. 20-22 í Leifsbúð

  • Árni B. Bragason BV heldur fyrirlestur um sjúkdóma og sauðfé.

  • Þátttakendur fá ljósritað leshefti ásamt spurningum úr efninu og netslóðum þar sem svör er að finna.

  • Kaffispjall.

  • Hjalti Viðarsson dýralæknir heldur fyrirlestur um lyfjanotkun.

Mánudagskvöldið 11. apríl, kl. 20 – 22 í Leifsbúð.

  • Eyjólfur Kristinn Örnólfsson með erindi um sauðburðarhjálp

  • Hjalti Viðarsson héraðsdýralæknir svarar spurningum

  • Námskeiðsslit og mat.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei