Nemendafélag Auðarskóla safnar fyrir UNICEF

DalabyggðFréttir

Tveir drengir í unglingadeild Auðarskóla fengu þá hugmynd fyrir nokkrum vikum að safna fyrir UNICEF. Hefur nemendafélagið verið að skipuleggja það upp á síðkastið, en þar sem mikil þörf er á aðstoð er komið að því að skella sér af stað í söfnunina.
Dalamenn og fleiri hafa verið mjög duglegir að styrkja félagsstarf Auðarskóla þegar þau safna fyrir skemmtunum og öðru og þakkað kærlega fyrir það. Vonamst er til að það standi ekki heldur á því núna þegar á að leggja öðrum lið.
En þar sem það er svo mikið keppnisskap er í mannskapnum og allir til í að gera eitthvað flippað, þá er tilvalið að nota tækifærið til slíks í leiðinni og setja ákveðin markmið.
Þegar söfnunarupphæðin nær:
20.000 krónum fara Sindri Geir og Einar Björn í aflitun til Helgu Dóru.
50.000 krónum fara Hlynur Snær og Benedikt Máni í aflitun til Helgu Dóru.
75.000 krónum fá Íris Dröfn og Kristín Þórarins rautt og bleikt hár hjá Helgu Dóru.
100.000 kr fær Katrín Lilja umsjónarmaður félagsstarfs appelsínugult hár hjá Helgu Dóru.

 

Söfnunarreikningur nemendafélagsins er nr. 0312-13-00345 og kt. 431210-1180.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei