Ný heimasíða Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Auðarskóli í Búðardal hefur tekið í notkun nýja heimasíðu. Veffang síðunnar er audarskoli.is.

Auðarskóli var stofnaður þann 1. ágúst 2009 við sameiningu allra skólastofnana í Dalabyggð.
Skólinn er því samrekinn skóli með fjórar fjárhagslega sjálfstæðar deildir; leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla og mötuneyti. Eins og gefur að skilja er því nokkuð mikið efni sem hýst er á nýrri síðu.

Uppfærsla á heimasíðunni og flutningur á efni hefur staðið yfir í nokkurn tíma en nýja síðan er einfaldari bæði fyrir notendur og starfsmenn. Þar er nú hægt að nálgast helsta efni er við kemur skólastarfi allra deilda Auðarskóla ásamt því að birtar verða fréttir, upplýsingar um viðburði og ýmsu öðru er tengist úr skólastarfi. Heimasíðan hýsir einnig upplýsingar um frístundaakstur og frístundastarf Dalabyggðar.

Stefnan er að ný heimasíða verði öflugur upplýsingamiðill í þágu sveitar- og skólasamfélagsins sem allir geti haft gagn og gaman af.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei