Sveitarstjórn hefur samþykkt að ráða Hlöðver Inga Gunnarsson skólastjóra Auðarskóla og kemur hann til starfa að loknu þessu skólaári.
Hlöðver Ingi hefur verið deildarstjóri Varmalandsdeildar Grunnskóla Borgarfjarðar frá 2012 og er í vetur settur skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar.