Árleg Ólafsdalshátíð verður sunnudaginn 11. ágúst með upphitun á laugardeginum.
Frítt er inn á hátíðina en gestir eru hvattir til að kaupa lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti og taka þátt í veglegu Ólafsdalshappdrætti.
Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og eftirherma mun stýra hátíðinnni.
10. ágúst Undanfari hátíðar – „upphitun“
Kl.
|
10:00
|
Gönguferð, hringur um Ólafsdal
|
|
|
Gengið upp úr skálinni ofan við skólahúsið, farinn hringur um dalinn á fjallsbrúnum og niður Taglið gegnt bænum (erfiðleikastig – tveir skór). Engin skráning er í gönguna, bara að mæta í Ólafsdal fyrir kl. 10.
|
Kl.
|
14:00
|
Námskeið, vinnsla ullar og tóvinna
|
|
|
Námskeið fyrir börn og ungmenni í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Unnið verður með íslenska ull, tekið ofan af, kembt og spunnið á halasnældu og krílað Þátttökugjald er 4.500 kr og skráning á netfanginu olafsdalur @ gmail.com.Kennari er Marianne Guckelsberger. Námskeiðinu lýkur kl. 17.
|
11. ágúst Ólafsdalshátíð
Kl.
|
11:00
|
Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst
|
|
|
Fjöldi góðra vinninga. Miðaverð er 500 kr.
|
Kl.
|
12:00
|
Ólafsdalsmarkaðir og sýningar
|
|
|
Á markaðinum verður m.a.a lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti, ostar, Erpsstaðaís, kræklingur, ber og margt fleira, auk fjölbreytts handverksmarkaðar.
|
|
|
Sýningar eru Ólafsdalsskólinn 1880-1907 á fyrstu hæð skólahússins og Guðlaug og konurnar í Ólafsdal á annari hæð skólahússins. Sýningarnar eru styrktar af Menningarráði Vesturlands. Þá er kynning á verkefninu Matur- og matararhefðir við Breiðafjörð og á Ströndum annari hæð skólahússins í samvinnu við Þjóðfræðisetrið á Hólmavík.
|
|
|
Hestar verða teymdir frítt undir börnum, einnig verður boðið uppá ½ klst reiðtúra gegn gjaldi.
|
|
|
Veitingar fást á sanngjörnu verði.
|
Kl.
|
13:00
|
Hátíðardagskrá
|
|
|
Ávarp fulltrúa stjórnar Ólafsdalsfélagsins
|
|
|
Ræða Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.
|
|
|
Tónlist flutt af Sigríði Thorlacius söngkonu og
Guðmundi Óskari Guðmundssyni bassaleikara.
|
|
|
Erindi Kolfinnu Jóhannesdóttur, skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar. Framhaldsnám í heimabyggð.
|
|
|
Erindi Höllu Steinólfsdóttur, bónda og varaformanns Ólafsdalsfélagsins. Landbúnaður 2013. Eitthvað nýtt.
|
Kl.
|
15:00
|
Gilitrutt.
|
Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt. | ||
Guðlaug og konurnar í Ólafsdal | ||
Erindi á Langaloftinu á 2. hæð skólahússins.
Sigríður Hjördís Hákonardóttir sagnfræðingur.
| ||
Kl.
|
16:00
|
Torfi, verkfærin og vinnuhestarnir.
|
|
|
Erindi á Langaloftinu á 2. hæð skólahússins.
Bjarni Guðmundsson, prófessor á Hvanneyri.
|
Kl.
|
16.30
|
Dregið í Ólafsdalshappdrættinu
|
Kl.
|
17:00
|
Dagskrárlok
|
Netsamband er stopult í Ólafsdal og posar óáreiðanlegir. Gestum er því ráðlagt að taka með sér reiðufé til að versla fyrir og taka þátt í happdrættinu.