Ólafsdalur

DalabyggðFréttir

Í Ólafsdal er tekið á móti gestum alla daga fram til 10. ágúst kl. 12 – 17. Ólafsdalshátíð verður sunnudaginn 10. ágúst.

Ólafsdalur og sýningar 2014

Auk þess að skoða skólahúsið sjálft, jarðræktarminjar og fallega náttúruna er þar hægt að skoða sýningar í skólahúsinu.
Sýning um Bændaskólann í Ólafsdal 1880-1907 og önnur um nám og störf kvenna í Ólafsdal.
Myndlistasýningin Dalir og hólar – LITUR er þar að auki á efri hæð hússins.
Aðgangseyrir er 600 kr. Frítt er fyrir meðlimi Ólafsdalsfélagsins og börn undir 12 ára aldri.

Ólafsdalshátíð 2014

Í ár verður Ólafsdalshátíðin sunnudaginn 10. ágúst kl. 13 -18 og er fjölskylduvæn sem fyrr.
Á meðal þess sem í boði verður á hátíðinni er happdrætti Ólafsdalsfélagsins, leikritið Hrói höttur flutt af Leikhópnum Lottu og Alda Dís og Bragi Þór taka lagið.
Þá verður og grænmetismarkaður Ólafsdalsfélagsins, auk handverks- og matarmarkaðar þar sem áhersla er lögð á vörur úr héraðinu.
Fyrirlestrar, m.a. mun Dominique Plédel Jónsson fjalla um sjálfbærni og lífræna ræktun, fræðsluganga um dalinn og ýmislegt fleira.
Kynnir verður Jóhannes Haukur Hauksson oddviti Dalabyggðar.

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Ólafsdalsfélagið – heimasíða

Ólafsdalsfélagið – facebooksíða

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei