Opið fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð.

Til úthlutunar 2024 verða 1.000.000 kr.-

Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins.

Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð.

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2024.

Umsóknum skal skila á dalir@dalir.is eða skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal.

Úthlutunarreglur og umsóknareyðublað má nálgast hér fyrir neðan eða með því að smella hér: Menningarmálaverkefnasjóður

Úthlutunarreglur menningarmálaverkefnasjóðs Dalabyggðar

Umsóknareyðublað fyrir styrk úr menningarmálaverkefnasjóði (pdf skjal)

Umsóknareyðublað fyrir styrk úr menningarmálaverkefnasjóði (word skjal)

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei