Opið hús í Röðli

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 31. ágúst nk. verður opið hús í félagsheimilinu Röðli á Skarðsströnd kl. 15 – 19.
Samkomuhúsið Röðull var byggt á árunum 1942-1944. Voru haldnar þar margar og fjölmennar samkomur. Húsið er nú í endurbyggingu og hefur til þess fengið styrk úr Húsafriðunarsjóði.
Tvær sýningar hafa verið í Röðli í sumar. Umf. Tilraun/Vaka og samkomuhald í Röðli og ljósmyndasýningin „Vetur á Skarðsströnd“. Sýningarnar eru styrktar af Menningarráði Vesturlands.
Handverk, krydd, sultur og fleira heimagert á Skarðsströndinni verður til sölu í Röðli. Kaffi og kökur verða og til sölu gegn frjálsum framlögum. Enginn posi á staðnum.
Allir eru velkomnir í opið hús í Röðli,
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei