Frá og með kl. 12:00, 31. júlí gildir eftirfarandi um fjölda á tjaldsvæðinu á Laugum þar til annað er tilkynnt: Gestir mega að hámarki vera 100, börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Tveggja metra nálægðatakmörk eru í gildi á tjaldsvæðinu. Að lágmarki skulu vera 4 metrar á milli tjalda, tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa, campera og húsbíla. …
Héraðsbókasafn Dalasýslu – opnar eftir sumarlokun
Bókasafnið opnar eftir sumarlokun þriðjudaginn 4. ágúst. Bókasafnið verður opið eins og venjulega á þriðju- og fimmtudögum. Fyrstu 2 vikurnar verður opnunartíminn frá kl. 13:30 – 17:30 en eftir það frá kl. 13:00 – 17:30. Minnum á tveggja metra fjarlægðarregluna.
Víruspóstur í nafni byggingafulltrúa
Í morgun barst nokkrum aðilum tölvupóstur með heitinu „Skipulags- og byggingarfulltrúi“ frá netfanginu „byggingarfulltrui@dalir.is“ sem sendur var undir formerkjum þess að pósturinn kæmi frá Byggingarfulltrúanum í Búðardal þar sem skrá er deilt með viðtakendum. Við viljum biðja fólk um að hundsa þennan póst og alls ekki reyna að opna skránna, því síður skrá sig inn til að reyna opna hana. …
Sögurölt um Mjósyndi
Í fimmta sögurölti sumarsins verður gengið um Mjósyndi á Svínadal. Röltið er miðvikudaginn 29. júlí kl. 19:30 og hefst á bílastæði við Hrafnagil, sunnan við Mjósyndi. Við Mjósyndi eru þrjú gil, rétt, útsýni og fleira. Ekki er um langa vegalengd að ræða og megnið af henni þægileg. Auðvelt er að sleppa þeim hluta sem er grýttari. Sögurölt er samstarfsverkefni Byggðasafns …
Viðgerðir á Silfurtúni
Auglýst er eftir tilboðum í að skipta um þakklæðningu á norðurálmu Silfurtúns. Þeir sem óska eftir gögnunum skulu senda póst á dalir@dalir.is. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Dalabyggðar, merkt „Verðkönnun: Silfurtún þak 2020“, fyrir kl. 12 þriðjudaginn 4. ágúst. Einnig má skila með því að senda tölvupóst á kristjan@dalir.is.
Útboð á sorphirðu
Fljótlega verða auglýst tvö útboð vegna sorphirðu. Annars vegar er um að ræða almenna sorphirðu þar sem miklar breytingar eru framundan. Hins vegar er um að ræða söfnun og flutning á dýrahræjum.
Framkvæmdir við fráveitu
Nú eru hafnar framkvæmdir við fyrsta áfanga af þremur við fráveitu í Búðardal. Í þessum áfanga verður tengdar saman útrásir fráveitanna norðan og sunnan megin. Í öðrum áfanga verður lögð útrás og þriðji áfangi er hreinsistöð. Það er fyrirtækið Stafnafell ehf. sem sér um fyrsta áfangann. Á meðan á framkvæmdum stendur verður töluvert rask, sérstaklega þegar fara þarf í gegnum …
Tilboð í rekstur mötuneytis Silfurtúns
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún óskar eftir tilboðum í rekstur á mötuneyti heimilisins. Á heimilinu eru 13 íbúar og á hverri vakt eru einn til sex starfsmenn. Hægt er að nálgast tilboðsgögn frá 29. júlí á skrifstofu Dalabyggðar og á dalir.is. Frestur til að skila tilboðum er til 15. ágúst 2020.
Laus störf: Störf á Silfurtúni
Á Silfurtúni eru 13 íbúar og starfsmenn eru um 10. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið verður í störfin frá 24. ágúst eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um störfin veitir Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, netfangið er haflina@dalir.is. Umsóknarfrestur er til 4. ágúst. Umsóknir á að senda í tölvupósti á netfangið haflina@dalir.is. Sjúkraliði Laust er til umsóknar …