Eldklár

DalabyggðFréttir

Eldklár er fræðsluátak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunavarnir.

Þar eru birt stutt fræðslumyndbönd, gátlistar og annað hagnýtt efni til að efla brunavarnir. Átakið má kynna sér á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Brunavarnir sem þurfa að vera til staðar á hverju heimili eru reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi. Einnig er mikilvægt að búa til flóttaáætlanir og allir þekki að minnsta kosti tvær flóttaleiðir út af heimilinu.

Um jólahátíðina þarf sérstaklega að huga að logandi kertum og jólaseríum. Mikilvægt er að láta skraut ekki liggja að kertum, eldverja skreytingar og slökkva tímanlega á kertum. Kerti eiga ekki að vera of nálægt ofnum, sjónvörpum, raftækjum eða nærri efnum sem auðveldlega getur kviknað í.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei